top of page

RÆKTUM SAMAN

Ræktunarsvæði Gróanda eru opin öllum, við stöndum saman að því að koma í verk því sem okkur finnst mikilvægast og gera ræktunarsvæðin okkar að griðarstað þar sem við tengjumst náttúrunni og hvaðan maturinn kemur.

Skráðu þig sem stuðningsaðili hér!
Hvað er Gróandi ??

FÉLAGSLANDBÚNAÐUR

Gróandi hefur nú þegar verið rekinn í 8 ár og alltaf er bugnandi af uppskeru.  Vertu með!

1 ferli groanda svart graent.jpg

"EN... HVERNIG VIRKAR ÞETTA?"

Þetta er einfalt: Þú og allir aðrir hér á svæðinu eru velkomin að koma og taka þátt í Gróanda, hvort sem það er að uppskera lífrænan hollan mat fyrir þig og þína eða taka þátt í ræktuninni. 


Við í Gróanda viljum að ræktunarsvæðin séu iðandi af lífi, samfélagsmiðstöð þar sem fólk getur tengst náttúrunni og hvaðan maturinn kemur.  Tekið þátt í umhverfisvænustu ræktunaraðferðunum sem finnast.  Lært að þekkja mismunandi ætar plöntur og borðað virkilega hollan og bragðgóðan mat.


2 ferli groanda svart graent.jpg

Stuðningsaðilar fjármagna starfsfólk og efniskostnað

Margt smátt gerir eitt stórt.  Fjölmargir stuðningsaðilar Gróanda fjármagna saman þann kostnað sem þarf til að reka Gróanda.  Enginn hagnaður er tekinn úr félaginu, öll innkoma fer í að rækta meira grænmeti fyrir fólkið hér.  

Starfsmenn sjá um:

  • skipuleggja ræktunina

  • rækta grænmeti – kryddjurtir – ber

  • gera ræktunarsvæðin aðgengileg fyrir almenning

  • fræða og aðstoða þá sem vilja taka þátt í ræktun

  • aðstoða við að uppskeru

  • halda viðburði

3 ferli groanda svart graent.jpg

Grænmeti, Kryddjurtir og Ber

Yfir uppskerutímabilið ert þú velkomin að koma og ná þér í einstaklega hollt grænmeti.  Við erum alltaf að auka við fjölbreytnina og æfa okkur í að rækta enn fleiri tegundir af grænmeti, bæði í gróðurhúsi og á útisvæðinu okkar.  Þú getur fylgst með Gróanda á samfélagsmiðlum eða verið á póstlista til að fá reglulega upplýsingar um hvað er tilbúið til uppskeru.  Yfir sumar og haustmánuðina er starfsmaður á staðnum sem getur aðstoðað við uppskeru á þriðjudögum og fimmtudögum 15:00 - 19:00.

4 ferli groanda svart graent.jpg

Vistrækt (permaculture)
Umhverfismál & Sanngirni í hávegum

Aðferðirnar sem eru notaðar við ræktunina eru auðgandi fyrir náttúru svæðisins. 

  • Byggjum upp dýpri og frjórri jarðveg

  • Aukum líffræðilegan fjölbreytileika

  • Ekkert eitur

  • Enginn tilbúinn áburður 

  • Engar einnota umbúðir

 

Matur verður varla sjálfbærari en þetta

Fólkið á bak við Gróanda

Vinnum hörðum höndum við að rækta grænmeti fyrir þig

20210728-A7R09890_edited.jpg

HILDUR DAGBJÖRT

Formaður Gróanda og starfsmaður

Hildur Dagbjört er landslagsarkitekt, vistræktarkennari og frumkvöðull innan umhverfismála.  Hún hefur tileinkað sér umhverfisvænan lífsstíl í gegnum árin. Hún brennur fyrir að aðstoða aðra við að nálgast umhverfisvænni lífsstíl og kennir því fjölbreytt námskeið innan umhverfismála á hverju ári og heldur fyrirlestra.  Síðasta ár hefur hún haldið 4 daga námskeið fyrir leikskólakennara "Sjálfbærni í leikskólastarfinu", 4 daga "Grunnnámskeið í Vistrækt" fyrir almenning og 2vikna 4 ECTS mastersnámskeiðið "Sjálfbær fæðukerfi".  Hildur hefur rekið Gróanda síðustu 8 árin, ræktað ógrynni af grænmeti fyrir bæjarbúa Ísafjarðar og fundið ræktunaraðferðir sem henta fyrir loftslagið hér á Ísafirði.  Hún starfar einnig sem landslagsarkitekt í Verkís.

OPNUNARTÍMAR

Ræktunarsvæðin eru alltaf opin almenning - hvenær sem er ársins - hvenær sem er dagsins.  En yfir sumar og haustmánuðina er starfsmaður á svæðinu sem getur leiðbeint og aðstoðað.  Starfsmaðurinn verður alltaf til taks á þriðjudögum og fimmtudögum:

Þri: 15:00 - 18:00

Fim: 15:00 - 18:00

En annars er bara að hafa samband ef þið viljið taka þátt á öðrum tímum, það er öruggara að hringja á undan sér: 8445963

Ef þú vilt taka þátt í að móta starf Gróanda getur þú skráð þig hér:

Endilega hafðu samband ef þú ert með einhverjar spurningar

Hlíðarvegur 13a   Ísafirði

8445963

  • Facebook
  • Instagram

Velkomin í hópinn!

bottom of page